news

Hugmyndakassar

18. 03. 2024

Þar sem leikskólinn er að vinna að því að verða réttindaskóli Unicef hafa börnin í Krógabóli verið að vinna með hugmyndakassa. Í skólanum eru elstu börn leikskólans í réttindaráði og hittast þau vikulega til að ræða réttindin sín og kíkja í hugmyndakassann. Þar sem elstu börnin hafa aðsetur upp í Síðuskóla var ákveðið að stofna yngra réttindaráð sem næst elsti árgangur situr í. Hugmyndakassarnir eru á báðum stöðum upp í Móa og síðan í Krógabóli við hliðina á fiskabúrinu. Börnin mega alveg koma með hugmyndir að heiman og gaman væri að foreldrar ræði þetta heima. Gaman er að segja frá því að elstu börnin upp í Móa komu með eina ósk í kassann, það var að fá cheerios á föstudögum og urðu þau að ósk sinni þar sem bæði hafragrautur og cheerios var í boði síðasta föstudag.

© 2016 - 2024 Karellen