Heilsuleikskólinn Krógaból er í Síðuhverfi og er staðsettur á neðri hæð Glerárkirkju og hefur verið starfræktur þar síðan 1989. Til að byrja með var einungis ein deild en í dag eru þar 5 deildir: Hreiðrið, Lóan, Spóinn, Björkin og Öspin.
Markmið heilsuleikskóla er að stuðla að heilsueflingu innan skólans með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. Í heilsustefnunni er lögð áhersla á að venja börn strax í barnæsku við heilbrigða lífshætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar.

Tölulegar upplýsingar fyrir veturinn 2021-2022

  • Börn fædd 2016 eru 24
  • Börn fædd 2017 eru 30
  • Börn fædd 2018 eru 20
  • Börn fædd 2019 eru 15
  • Börn fædd 2020 eru 4


© 2016 - 2022 Karellen