Leikskólakassinn/karfan:

Hvað á að vera í leikskólanum?
ÚTIFATNAÐUR AUKAFÖT :
Húfa og buff
2 – 3 vettlingapör (þunnir, þykkir og pollavettlingar)
Ullar- eða varmasokkar
Hlý peysa (ullar eða flís)
Úlpa/jakki fer eftir árstíma
Hlífðarbuxur Pollagalli
Vetrargalli (í snjó og frosti)
Einnig er gott að hafa hlífðarjakka og flísbuxur.
2 sokkapör 1 sokkabuxur/gammósíur.
2 samfellur eða 2 nærbuxur og nærbolur
2 buxur 1 bolur eða peysa
Þessi fatnaður er geymdur í körfu barnsins á baðherberginu eða í kassa fyrir ofan hólf barnanna

Vinsamlegast gangið snyrtilega um fataherbergið og takið blaut og skítug föt með heim á hverjum degi ásamt töskunni. Við biðjum foreldra að taka daglega til þau föt sem börnin eiga að nota og setja í hólfið. Öll börn fá tautösku þegar þau byrja á Krógabóli, hún á að hanga í hólfinu og er notuð fyrir blaut og skítug föt. Skór eiga að fara upp á grind / bekk. Munið að merkja vel öll föt.

© 2016 - 2024 Karellen