news

Smit í Krógabóli

28. 09. 2021

Upp hefur komið COVID-19 smit hjá einu barni á Öspinni og því hefur smitrakningateymi sóttvarnalæknis og almannavarna í samráði við stjórnendur skólans ákveðið að börn og starfsmenn á Öspinni fari í sóttkví og síðan í sýnatöku föstudaginn 1. október.

Við hvetjum foreldra til að fylgjast vel með sínu barni og fara í sýnatöku við minnstu einkenni.

Helstu einkenni eru hiti, hósti, kvefeinkenni, hálsbólga, slappleiki, þreyta, beinverkir, höfuðverkir, skyndileg breyting á lyktar- og bragskyni, uppköst og niðurgangur. Ef barnið er með eitthvað af þessum einkennum á barnið að vera heima.

Einnig hvetjum við foreldra til að gæta nálægðar, nota grímur og spritta hendur.

Hægt er að fara í sýnataka hjá HSN Strandgötu 31 á Akureyri frá kl. 11:00-14:00 alla daga og einnig er hægt að kaupa hraðpróf í Bónus.

Förum öll varlega.

© 2016 - 2022 Karellen