Leikskólinn Krógaból varð 35 ára þann 19. júní og í dag héldum við upp á það. Kennarar skólans gerðu alls konar þrautir, smíðuðu strætó, bílabrautir og alls konar börnunum til mikillar gleði. Vatn var látið fljóta um leikskólann og mátti sulla og mála að vild.