Sérkennslustefna Krógabóls

Sérkennslustefna Krógabóls byggir á hugmyndafræði Skóli fyrir alla og snemmtæk íhlutun. Hugmyndafræðin Skóli fyrir alla fagnar margbreytileikanum og telur að það sé kostur að börn séu ólík. Í leikskólanum Krógabóli er lögð áhersla á að náms- og félagslegum þörfum allra barna sé mætt þar sem þau eru stödd hverju sinni. Fjölbreyttir kennsluhættir eru hafðir að leiðarljósi ásamt hvetjandi námsumhverfi og sveigjanleika. Hvert barn er metið að þeim verðleikum sem það býr yfir og mikilvægt er að barnið finni að það tilheyri skólasamfélaginu.
Snemmtæk íhlutun stendur fyrir inngrip eða þjálfun snemma í lífssögu barnsins. Leitast er við að hafa áhrif á þroskaferil barnsins með skipulögðum og markvissum aðgerðum eins fljótt og unnt er. Íhlutun beinist fyrst og fremst að barninu sjálfu en einnig að aðstandendum og umhverfi barnsins. Notast er við þverfaglega nálgun þar sem samvinna er á milli ýmissa stofnanna og fagfólks. Hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar á vel við í leikskólum því að hún kemur að notum á ýmsan hátt í daglegu starfi leikskólans og í sérkennslu.

Vinnuferli sérkennslumála í leikskólanum Krógabóli

Í Krógabóli er lögð áhersla á gott foreldrasamstarf. Áhersla er lögð á að foreldrar/forráðamenn koma að ferli sérkennslumála strax frá upphafi, ef foreldrar/forráðamenn og /eða kennarar hafa áhyggjur af þroska barnsins fer ákveðið ferli í gang og leitað er til Fræðslusviðs Akureyrar eftir frekari aðstoð og ráðgjöf.

Á Fræðslusviði Akureyrarbæjar eru starfandi sérkennsluráðgjafi og sálfræðingur sem þjónusta leikskóla bæjarins.

  • Foreldrar/forráðamenn hafa samband við leikskólann eða leikskólinn hefur samband við foreldra/forráðamenn ef áhyggjur eru fyrir hendi
  • Fundað með foreldrum til að ákvarða hvað best sé fyrir barnið og unnið úr þeim upplýsingum sem eru fyrir hendi frá foreldrum/forráðamönnum og kennurum
  • Gagnasöfnun – skráningar, myndbandsupptökur, greinargerðir og útfylling viðeigandi lista
  • Unnin námsáætlun og eða einstaklingsnámskrá sem hjálpar kennurum að skipuleggja nám barnsins
  • Ef talin er þörf fyrir frekari aðstoð sendir sérkennslustjóri tilvísun til Fræðslusviðs þar sem óskað er eftir aðstoð varðandi barn.

Sérkennsla í Krógabóli fer fram á sem flestum stöðum eins og inni á deildum, í sérkennsluherbergi og í útiveru. Sérkennsla fer fram bæði í litlum hópum og einnig einstaklingslega þegar þörf er á.

Sérkennslustjóri

Við leikskólann er starfandi sérkennslustjóri í 65% stöðugildi. Sérkennslustjóri er faglegur umsjónarmaður sérkennslumála í leikskólanum og annast m.a. frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans. Sérkennslustjóri er Anna Gunnbjörnsdóttir, leik- og grunnskólakennari, annag@akmennt.is. Sérkennslustjóri er ekki með fasta viðtalstíma en öllum foreldrum leikskólans er velkomið að hafa samband. Sérkennslustjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum sem eiga við, aðalnámskrá leikskóla og stefnu Akureyrarbæjar. Innan leikskólans er starfandi sérkennsluteymi, í því teymi sitja sérkennslustjóri og aðrir þeir sem sinna sérkennslu við skólann. Teymið fundar einu sinni í viku.

Starfslýsing og meginverkefni sérkennslustjóra

  • Stjórnun og skipulagning:
  • Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.
  • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla.
  • Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa/sérkennslufulltrúa leikskóla og starfsmanna leikskólans.
  • Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.
  • Uppeldi og menntun:
  • Ber ábyrgð á að börnum sem njóta sérkennslu í leikskólum sé boðið upp á þroskavænleg verkefni.
  • Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu.
  • Hefur yfirumsjón með að áherslum um kennslu annarra sérfræðinga sé framfylgt í leikskólanum og að skýrslur séu gerðar.
  • Foreldrasamvinna:
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu í leikskólanum og situr fundi og viðtöl með þeim.
  • Veitir foreldrum/forráðamönnum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
  • Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans.
  • Annað:
  • Ber að hafa náið samstarf við sérkennsluráðgjafa og aðra sérfræðinga sem tengjast leikskólanum vegna barna sem njóta sérkennslu.
  • Situr fundi þar sem fjallað er um málefni barna sem þurfa sérfræðiaðstoð eða sérkennslu í leikskólum samkvæmt boðum yfirmanns eða hlutaðeigandi aðila.
  • Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varða starfsemi leikskólans.
  • Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum.




Matstæki og listar sem notaðir eru í Krógabóli

Matstæki

Aldur

Áhersluþættir

Hver leggur fyrir

Lagt fyrir

Heilsubók barnsins

18 mán – 6 ára

Mat á alhliða þroska barnsins

Kennarar deilda
2x á skólaárinu

Öll börn í leikskólanum

EFI-2

3,1,16-3,10,15 ára

Málþroskaskimun

Skilningur og tjáning

Kennarar deilda

Öll börn í leikskólanum

HLJÓM- 2

5 ára

Hljóðkerfisvitund

Kennarar deilda/

Sérkennslustjóri

Öll börn í elsta árgangi

Íslenski þroskalistinn

2-3 ára

Gróf- fínhreyfingar, tal, hlustun, sjálfsbjörg og nám

Sérkennslustjóri/ kennari

Eftir þörfum

TRAS

2-5 ára

Málþroski/samskipti/
félagsfærni

Sérkennslustjóri

Þau börn sem talið er að hafi frávik í þroska

AEPS

0-6 ára

Mat á færni/getu barns

Sérkennslustjóri/
kennari

Eftir þörfum

ASEBA

11/2-5 ára

Hegðun og atferli

Sérkennslustjóri/

kennari

Eftir þörfum

AAL listinn

1-6 ára

Hegðun og atferli

Sérkennslustjóri/

kennari

Eftir þörfum

Þroskalýsingar

2-5 ára

Alhliða þroski

Kennarar á deild

Eftir þörfum

Orðaskil

2-4 ára

Málþroskapróf

Kennarar á deild

Þau börn sem talið er að hafi málþroskafrávik

© 2016 - 2024 Karellen