Foreldrafélag Krógabóls
Á Krógabóli er starfandi foreldrafélag og allir foreldrar/forráðamenn barna þar verða sjálfkrafa félagar um leið og barnið byrjar á leikskólanum.Foreldrafélagsgjaldið er 4000 kr. á ári. Það er innheimt með gíróseðli tvisvar á ári, í október og í mars.

Aðalfundur foreldrafélagsins er haldinn á haustin. Þar eru rædd málefni foreldrafélagsins og stjórn þess endurnýjuð en í henni sitja 5 foreldrar og tveir til vara.


Starfsreglur foreldrafélagsins

1.gr. Félagið heitir Foreldrafélag Krógabóls.

2.gr. Allir foreldrar/forráðamenn barna eru félagar í foreldrafélaginu. Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi.

3.gr. Tilgangur félagsins er að stuðla að velferð barna og starfsfólks á Krógabóli og styrkja samskipti foreldra/forráðamanna barnanna og starfsfólks sem þar starfar.

4.gr. Allir stjórnarfundir eru opnir félagsmönnum og þeim frjálst að koma með tillögur til stjórnar um fræðslufundi eða upplýsingar sem varða hina ýmsu þroskaþætti barna.

5.gr. Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa fimm menn. Þar af einn frá fyrri stjórn og tveir til vara. Stjórnin skiptir með sér verkum. Fulltrúi starfsfólks skal jafnan sitja stjórnarfundi. Stjórnin tilnefnir úr sínum hópi einn fulltrúa og einn til vara í stjórn Foreldrasamtakanna á Akureyri.

6.gr. Aðalfund félagsins skal halda að vori ár hvert. Stjórnarfundi skal halda í hverjum mánuði. Þá skal stjórnin standa fyrir a.m.k. tveim fræðslufundum og a.m.k. tveim uppákomum á ári. Óski félagsmaður eftir fundi er stjórninni skylt að boða til fundar. Aðalfund skal boða með viku fyrirvara.

7.gr. Starfsreglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi.


© 2016 - 2024 Karellen