Foreldraráð

Samkvæmt lögum um leikskóla frá 2008 skal starfa foreldraráð við leikskóla. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Foreldraráð starfar með hagsmuni barnanna og foreldra þeirra að leiðarljósi og fylgist með því að hlúð sé að velferð og réttindum barnanna í leikskólastarfinu.

Foreldraráð fjallar um og veitir umsögn um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans og skulu stjórnendur leikskólans bera allar meiriháttar ákvarðanir um skólastarfið undir ráðið. Foreldraráð fylgist enn fremur með því að skólanámskrá og aðrar áætlanir séu kynntar fyrir foreldrum og hvernig þær eru framkvæmdar.
Stjórnendur hvers skóla sitja í foreldraráði og boða til fundar eftir þörfum, þó aldrei minna en einu sinni á hverri önn.

Þeir foreldrar sem sitja í ráðinu veturinn 2021--2022 eru:

Berta Lind Jóhannesdóttir

Guðrún S. Þorsteinsdóttir

Kolfinna Haraldsdóttir

Heimili og skóli gefur út handbók foreldraráða í leikskólum, þessi handbók inniheldur helstu upplýsingar um foreldrastarf og er stuðst við lög og starfsreglur foreldraráða frá Menntamálaráðuneytinu.

© 2016 - 2022 Karellen