Í dag var þorrablót Krógabóls þar sem börn og kennarar gæddu sér á hangikjöti, hákarli, harðfisk, sviðasultu og meðlæti. Allir skemmtu sér vel og voru flestir hugrakkir í að smakka þó svo að sumt hafi farið aftur á diskinn.