news

Skólastarf frá 4. maí

29. 04. 2020

Skipulag á skólastarfi frá og með 4. maí

Krógaból mun starfa með hefðbundnum hætti frá og með 4. maí nk. en áfram verða í gildi sóttvarnarráðstafanir sem snúa m.a. að hreinlæti, sótthreinsun og aðgengi að leikskólanum.

 • 1.Aðgengi foreldra inn í leikskólann verður áfram takmarkað. Tekið verður á móti börnum við útidyr frá kl. 7:45 til 8:20 og kennarar leikskólans verða þar til staðar, þar sem ekki er æskilegt að foreldrar komi inn í leikskólann eða inn á deildir. Eftir kl. 8:20 þurfa foreldrar áfram að nota dyrabjöllur í fataherbergi til að láta vita af sér.
 • 2.Frá og með 4. maí fara börnin á Spóanum til baka í sitt fataherbergi en börnin á Lóunni verða áfram með fataherbergi í listasmiðju.
 • 3.Frá 4. maí mun leikskólinn ekki opna fyrr en kl. 7:45.
 • 4.Foreldrar þurfa áfram að spritta sig við komu í leikskólann.
 • 5.Geyma má fatnað barnanna í fatahólfum yfir vikuna en við óskum eftir því að töskur og pokar fari heim.
 • 6.Áfram má einungis annað foreldrið fylgja barninu inn í leikskólann.
 • 7.Börnunum verður skilað úti frá kl.15:00 til 16:15 og eru foreldrar beðnir um að staldra stutt við á leikskólalóðinni.
 • 8.Foreldrar þurfa að passa upp á að halda 2 metra fjarlægð sín í milli á útisvæði og í fataherbergi.
 • 9.Engar takmarkanir gilda um fjölda barna á útisvæði leikskólans. Börn af öllum deildum leikskólans geta verð úti á sama tíma án aðskilnaðar.
 • 10.Foreldrar gætið fyllsta hreinlætis hvað varðar fatnað barna, bæði inn- og útifatnað enda liggja fatahólf þétt saman.
 • 11.Bækur að heiman eru ekki leyfðar en bangsi eða fylgihlutur fyrir börn sem sofa verða leyfðir áfram.
 • 12.Mælst er til þess að skólar og foreldrafélög skipuleggi ekki fjölmennar samkomur og takmarki almennt gestakomur í skólana; þetta á til dæmis um útskriftir, sveitaferðir og vorhátíðir.
 • 13.Forgangur starfsfólks í framlínustörfum að grunn- og leikskólaþjónustu vegna COVID-19 fellur úr gildi 4. maí.

Leikskólagjöld

 • 1.Endurgreiðsla vegna fjarvistardaga eða styttingu á dvalartíma er ekki lengur í boði eftir næstu mánaðarmót enda skólastarf komið í eðlilegt horf. Leiðrétting leikskólagjalda vegna aprílmánaðar kemur á maíreikningi.
 • 2.Ef einhverjir foreldrar telja sig þurfa á breyttum vistunartíma þá gilda sömu reglur og voru fyrir covid. Foreldrar þurfa að skila inn óskum á breytingarblaði sem er í fataherbergi deilda eða fara inn í þjónustugátt Akureyrarbæjar og senda leikskólanum rafrænar óskir um breytingar á vistunartíma barns.

Breytingar á lokun leikskólans vegna skipulagsdaga í maí og sumarlokun

Skipulagsdagur er miðvikudaginn 20. maí frá kl. 12:00 -16:00 (átti að vera lokaður frá kl. 8:00-16:00) og einnig er lokað föstudaginn 22. maí frá kl. 8:00-16:00.

Sumarlokun 2020, Krógaból lokar kl. 14:00 föstudaginn 3. júlí og opnar kl. 10:00 þriðjudaginn
4. ágúst.

Að lokum þökkum við foreldrum fyrir gott samstarf síðastliðinn mánuð, óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og vonumst eftir áframhaldandi góðu samstarfi.

Munum að neyðarstig almannavarna er áfram í gildi.
Stjórnendur og kennarar Krógabóls

© 2016 - 2021 Karellen