Reglur vegna Covid-19
28. 10. 2020
Kæru foreldrar
Vegna aukningar í nýgengi smita hér á Akureyri hefur verið ákveðið að grípa til hertra
sóttvarnaaðgerða í leikskólum. Við biðjum ykkur um að virða í öllu þau tilmæli sem koma hér fyrir neðan því það auðveldar starf allra og tryggir jafnframt öryggi okkar allra.
Reglur:
- Ef foreldrar fara inn í fataherbergi skólans er skylt að vera með grímur.
- Virðið tveggja metra fjarlægðarmörk við aðra foreldra, bíðið frekar úti ef ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægðarmörkin miðað við þann fjölda sem er í fataherbergjum.
- Eitt foreldri kemur með hverju barni inn á lóð skólans.
- Virðið tveggja metra fjarlægðarmörk við kennara skólans. Þeir kennarar sem taka á móti börnunum(í fataherbergi) munu bera grímur og þeir munu ekki taka börnin beint úr fangi foreldra. Foreldrar þurfa að setja börn niður og þau ganga til sinna kennara.
- Til að minnka álag í fataherbergi frá kl.7:45 -8:15 þá munum við taka á móti börnum á Lóunni og Öspinni úti og verða þau börn að koma í útifatnaði.
- Foreldrar eiga alltaf að spritta hendurnar þegar farið er inn í fataherbergi skólans.
- Í lok dags mega foreldrar fara inn að sækja fatnað í fathólf barnanna ef þeir telja þörf á. Vinsamlegast ekki klæða börnin úr útifatnaði í fataherbergi til að fara í aðrar yfirhafnir.
Barn á ekki að koma í leikskólann ef:
- Barnið er með hita.
- Barnið er með kvef, hósta
- Einnig ef að barnið er með: höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki og/eða niðurgang.
- Barn skal sótt í leikskólann ef heilsufar þess breytist, barnið fær hita yfir 38°C eða flensulík einkenni.
Leitið ráðgjafar hjá heilsugæslu:
- Ef vafi leikur á því hvort barnið ætti að fara í leikskólann.
- Til að fá nánari upplýsingar um einkenni.
Kveðja, stjórnendur og kennarar Krógabóls