Sumarfréttir
02. 07. 2020
Leikskólinn lokar á föstudaginn 3. júlí kl. 14:00 og opnar aftur þriðjudaginn 4. ágúst kl. 10:00.
Eftir sumarfrí munum við halda okkur við þá reglu að taka á móti börnunum í þeirra fataherbergi, kennarar leikskólans verða í fataherbergi frá kl. 7:45 til kl. 8:00 en eftir það gildir að nota dyrabjöllur deilda. Börnin á Lóunni fara aftur í sitt fataherbergi eftir sumaropnun.
- Áfram verður sú regla að foreldrar mega ekki fara inn á deildir
- Börnunum verður skilað úti á milli kl. 15:30 og kl.16:15
- Geyma má fatnað barnanna í fatahólfum yfir vikuna en töskur og pokar fari heim daglega
- Bækur eru ekki leyfðar en bangsi eða fylgihlutur fyrir börn sem sofa verða leyfðir áfram
- Sóttvarnir verða áfram í gildi í leikskólanum og munu börnin þurfa að þvo sér um hendur þegar þau koma í leikskólann
- Einnig hvetjum við foreldra til að huga að sóttvörnum og 2 metra reglunni í fataherbergi
- Í ágúst og fram í september verður aðlögun nýrra barna inn í leikskólann, einnig er aðlögun á milli deilda í ágúst
- Ef börn eru með flensueinkenni s.s. kvef og hósta þá eru foreldrar beðnir um að halda þeim heima, meðan á einkennum stendur
Vonum að þið hafið það gott í sumarfríinu og hlökkum til að hitta ykkur aftur í ágúst.