Þær reglur sem eru hér á tenglinum fyrir neðan taka mið af rétti barna og fullorðinna til friðhelgi einkalífs, sem er tryggður í barnasáttmála SÞ, stjórnarskránni og lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Reglurnar gilda innan húsnæðis leik- og grunnskóla, á lóð leik- og grunnskóla og í ferðum á vegum leik- og grunnskóla. Reglunum er m.a. ætlað að kenna börnum að umgangast ljósmyndir og myndatökur í samræmi við markmið grunnskólalaga nr. 91/2008, samanber 2. mgr. 2. gr. og j-liður 1. mgr. 24. gr. laganna.

Reglur þessar gilda um myndatökur í leik- og grunnskólum hvort sem um ræðir, starfsmenn, nemendur eða forráðamenn og skulu reglur þessar kynntar þessum aðilum. Reglur um myndartökur í leikskólum og grunnskólum frá 2020

© 2016 - 2024 Karellen