Krógaból hóf starfsemi sína 19. júní 1986 að Löngumýri 16 og var leikskólinn í fyrstu rekinn af foreldrum. Í ágúst 1989 flutti leikskólinn í Glerárkirkju í hluta af núverandi húsnæði og voru þar 24 rými.

Akureyrarbær tók síðan við rekstrinum 1. júní 1990 og fjöldi barna hélst svipaður.

Sumarið 1994 var leikskólinn Krógaból stækkaður og leikskólinn Sunnuból sameinaður Krógabóli

Krógaból og Sunnuból sameinuðust í byrjun ágúst 1994 með rými fyrir allt að 72 börn.

Krógaból stækkaði síðan aftur 3. september 2001 úr 72 rýmum í 99 rými.

Í dag er Krógaból fimm deilda leikskóli með börn á aldrinum 18 mánaða til 6 ára aldurs.

Deildir leikskólans heita Björkin, Öspin, Spóinn, Lóan og Hreiðrið.

Krógabóli er heilsusleikskóli og er í samtökum Heilsuleikskóla.
Í námskrá skólans er unnið út frá ákveðnum hornsteinum þ.e. heilsu, lífsleikni, málrækt og sköpun. Inn í þessa fjóra þætti fléttast námssvið Aðalnámskrár leikskóla; læsi, heilbrigði og vellíðan, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sköpun og sjálfbærni.

Námsleiðir í leikskóla eru fjölbreyttar en leikurinn er aðalnámsleiðin og sú sem lögð er mest áhersla á.

Leikskólinn er opinn frá kl. 07:45 – 16:15.

Dvalartímar leikskólans eru:

4 klst. 09:00-13:00

5 klst. 08:00-13:00

6 klst. 08:00/09:00-14:00

7 klst. 09:00-16:00/08:00-15:00

8 klst. 08:00-15:00/16:00

Foreldrar geta keypt hálftímagjald sem er 15 mín. fyrir vistunartímann og 15 mín. eftir að dvalartíma lýkur.

© 2016 - 2021 Karellen