Tilgangur innra mats er að leggja faglegan grunn að endurbótum í leikskólastarfi og vinna kerfisbundið að því að auka gæði þess að gera það skilvirkara.

Tilgangur ytra mats er að safna upplýsingum um viðhorf foreldra leikskólabarna og starfsmanna til að nota við innra mat leikskólans. Að auki er það liður í ytra mati fræðslusviðs og/eða mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Matsþættir leikskólans:

Í leikskólanum vinnum við með aldursmiðaðar námskrár og í þeim eru matsblöð sem kennarar fara yfir í upphafi og lok hverrar annar. Námskrárnar má sjá á heimasíðu hverrar deildar.

Heilsubók barnsins er fyllt út tvisvar á ári þar sem þroskaþættir barnanna eru kannaðir.
Matsaðferðin felst í nákvæmri skráningu á þroska og færni barnsins. Tvisvar á ári eru börnin metin og árangurinn skráður í Heilsubók barnsins. Skráningin veitir kennurum haldbæran grunn í foreldrasamtölum sem gefur hlutlausa sýn á þroskasögu barnsins. Þessi leið gefur hlutlausa heildarsýn yfir stöðu barns í öllum þroskaþáttum. Heilsubók barnsins er í öllum tilfellum trúnaðarmál og eign barnsins.

Skimunaráætlanir:

EFI–2 málþroskaskimun er skimun á málskilningi og máltjáningu barna, sem eru á 4. ári. EFI-2 er ætlað leikskólakennurum og öðrum sérfræðingum í leikskólum. EFI–2 málþroskaskimunarinnar felst fyrst og fremst í því:

  • Að finna þau börn sem eru með frávik í málþroska svo hægt sé að grípa inn í með skjóta og markvissa aðstoð ef grunur vaknar um frávik. Ennfremur að vísa börnum sem þurfa, áfram í nánari athugun og viðeigandi úrræði.
  • Að gefa foreldrum hugmynd um hvernig málþroski barnsins er miðað við jafnaldra og veita þeim og öðrum fullorðnum í umhverfi barnsins ráðgjöf og leiðbeiningar.
  • Að fá foreldra í samstarf til að styrkja málþroska barnsins.


Hljóm - 2 er próf í leikjaformi sem kannar hljóð-kerfisvitund elstu barnanna í leikskólanum. Undanfarin ár höfum við lagt þetta próf fyrir elstu börnin. Börn á aldrinum 4-6 ára eru flest komin með nokkuð gott vald á móðurmálinu og fara þá oft að leika sér að tungumálinu á annan hátt en áður s.s. að búa til ný orð, bullríma eða finna orð sem ríma saman og hver ekki. Þessi leikur að orðum og hljóðum er undanfari lestrarnáms. Hæfnin eða þroskinn að geta slíkt kallast meðal fræðimanna hljóðkerfisvitund. Í ljós hefur komið samkvæmt rannsóknum að góður málþroski, þar á meðal góð hljóðkerfisvitund, eykur líkur á farsælu lestrarnámi. Á síðari árum hafa þær kenningar verið settar fram að með fyrirbyggjandi aðgerðum sé hægt að fækka þeim börnum sem lenda í lestrarerfiðleikum.


Aðrar skimanir:
Ef börn sýna frávik notast leikskólinn við þessar skimanir:

  • Íslenski Þroskalistinn
  • Smábarnalistinn
  • ASEBA listi
  • AEPS listi
  • Tras - skráning á málþroska 2-5 ára barna
  • Orðaskil



© 2016 - 2024 Karellen