Kæru Foreldrar/forráðamenn (bréf sent út nóvember 2019)


Nú er komið að ársfundi foreldrafélagsins, en í ár verður hann sendur út með fréttabréfi eins og við gerðum á síðasta ári. Vegna slakrar mætingar seinustu ára, ákvað foreldrafélagið að senda í staðinn, út fréttabréf. Ef einhver óskar eftir að fundur verði haldinn, þá er velkomið að ræða við stjórnina og mun hún skoða málið.

Veturinn 2018-2019

Þriðjudaginn 27. nóvember kom Einar Mikael töframaður og sýndi ótrúleg töfrabrögð og sjónhverfingar fyrir börnin
Jólaballið var 2. desember kl. 14:30 í Glerárkirkju og var það skipulagt af stjórninni en foreldrar 5 ára barnanna sáu um að koma með bakkelsi á hlaðborðið og foreldrar 4 ára barnanna aðstoða við að undirbúa kaffið og frágang á jólaballinu. Sama fyrirkomulag verður einnig í ár.
Þann 7. maí var leiksýning með Skoppu og Skrítlu og vakti sýningin mikla hrifningu hjá börnunum.
Sveitaferð var farið þann 11. maímilli kl 10-12 að Kristnesi í Eyjarfirði þar sem hægt var að sjá kýr, kindur, hesta, kanínur, geitur og fl. Mætingin var ágæt

Vorhátíð Krógabóls var 31. maí, byrjað var á að útskrifa elstu börnin í leikskólanum. Síðan var boðið upp á þrautabraut fyrir börnin, andlitsmálun og á svæðinu voru tveir hoppukastalar sem vöktu að sjálfsögðu mestu lukkuna. Í lokin var boðið upp á grillaðar pylsur og svala.

Á næstunni

Foreldrafélagið leggur áherslu á að bjóða upp eina til tvær leiksýningar á ári fyrir börnin. Og nú 26. nóvember verður leiksýningin Grýla og jólasveinarnir. Síðan verður jólaball leikskólans þann 8. desember kl 14:30 í Safnaðarsal Glerárkirkju. Foreldrafélagið heldur jólaballið og kaupir pakkana sem börnin fá á ballinu.

Svo viljum við endilega hvetja ykkur, ef þið hafið einhverjar hugmyndir að einhverri uppákomu fyrir börnin, að hafa samband við stjórn og við skoðum málið.


Á næstu dögum verður sendur út reikningur frá foreldrafélaginu
2000 kr. fyrir fyrsta barn
1500 kr. fyrir næstu börn eftir það.

Meðfylgjandi er ársreikningur félagsins frá hausti 2018 – hausts 2019


Að lokum óskar foreldrafélagið eftir einum meðlim í stjórn. Þeir sem hafa áhuga að koma til starfa með okkur en það er mjög skemmtilegt að starfa í stjórninni, hafið samband við okkur eða Jórunni aðstoðarskólastjóra eða Önnu skólastjóra

Stjórn Foreldrafélagsins skipa

  • 1.Bryndís Björk Hauksdóttir, formaður
  • 2.María Aldís Sverrisdóttir, gjaldkeri
  • 3.Tinna Tómasdóttir
  • 4.Þórdís Úlfarsdóttir
  • 5.Heiða Björg Guðjónsdóttir
  • 6.vantar

Með bestu kveðjum Stjórn foreldrafélagsins

© 2016 - 2024 Karellen